fbpx
  • 554-1989

Garðaþjónusta allt árið

Garðaþjónusta Garðlistar er algjörlega fyrsta flokks enda látum við verkin tala þegar kemur að garðvinnu í Reykjavík og höfuðborgarsvæðinu, allt árið! Við hjá Garðlist komum að hvers kyns garðvinnu, allt frá hefðbundinni garðhreinsun, garðúðun og álíka verkum á sumrin upp í snjómokstur og uppsetningu jólasería á veturna. Við elskum að láta verkin tala og erum gríðarlega stolt af árangrinum og frábærum ummælum frá viðskiptavinum í gegnum árin. Garðsláttur er ein vinsælasta þjónustan okkar og við erum algjörir sérfræðingar í að slá gras.

Hafðu samband og við tökum þér fagnandi hvort sem um er að ræða stór eða smá verkefni!

Garðaþjónusta Garðlistar

Garðvinna getur verið vandasamt og tímafrekt verk og margir Íslendingar kjósa að fá sérfræðingana okkar til að sjá um að halda garðinum sínum í toppstandi. Við getum veitt þér ráðgjöf um hvaða garðaþjónusta hentar þér best því garðar eru jú í misjöfnu ástandi, sérstaklega þeir koma undan vetri. Ef það vantar mold í beðin, að leggja þökur eða garðúðun til að verja gróðurinn þá erum við til þjónustu reiðubúin. Þá má svo ekki gleyma því að við tökumst líka á við flóknari verkefni eins og trjáfellingar og það að setja upp stórkostlegar jólaskreytingar og jólaseríur til að fegra garðinn þinn. Svo er auðvitað garðsláttur sívinsæl þjónusta á sumrin.

Garðvinna í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðin

Til að tryggja fagmennsku í garðvinnu í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu erum við með skrúðgarðyrkjumeistara að störfum hjá okkur og mjög afkasta- og sérþjálfaða vinnuhópa, t.d. í grasslætti, sem leysa öll verkefni með krafti. Við mælum sterklega með því að fólk hafi samband við okkur sem fyrst til að tryggja sér þjónustuna og halda garðinum í góðu standi. Garðaþjónusta Garðlistar hefur verið starfandi frá árinu 1989 og því óhætt að segja við við séum eitt reynslumesta fyrirtæki landsins í öllu sem viðkemur görðum.

ÞJÓNUSTA GARÐLISTAR

ALLAN ÁRSINS HRING